Hvítasunnukirkjan á Akureyri

Hver sem andardrátt hefir lofi Drottin!

Trú kirkjunnar

 

Hvítasunnukirkjan er fyrst og fremst kristin kirkja. 

Hvítasunnukirkjan getur skrifað undir allar grunntrúarjátningar kristinnar kirkju í gegnum aldirnar og tekur oft þátt í samkirkjulegu starfi. 

Það má segja að megin áhersla okkar sé sú að trúin sé ekki ákveðið form eða venja. 

Við trúum á Guð sem heyrir bænir. Við fylgjum Jesú sem huggar þá sem eru sorgbitnir, gefur þeim von sem skortir von og þeim tilgang sem eiga ef til vill allt en skortir þó það sem öllu máli skiptir. 

Við trúum á Heilagan Anda, sem er vinur á trúargöngunni dag hvern og gefur okkur himneskan kraft til að takast á við áskoranir og vera verkfæri Guðs til þess að þjóna öðrum. 

Við trúum því að allir menn þurfi á Guði að halda.

Við trúum því að Jesús Kristur sé eina leiðin til Guðs og að menn þiggi frelsi og líf frá honum án verðskuldunar fyrir náð hans. 

Við trúum því að það sé rangt að dæma fólk og við viljum taka vel á móti öllum, eins og Jesús gerir.


 

 

 

 

 

 

Flettingar í dag: 31
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 34
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 284907
Samtals gestir: 70055
Tölur uppfærðar: 30.10.2020 13:07:59

Vafraðu um

Orð dagsins

Nafn:

Hvítasunnukirkjan á Akureyri

Heimilisfang:

Skarðshlíð 20, 603 Akureyri

Heimasími:

461-2220, 461-2230

Kennitala:

490780-0769

Bankanúmer:

0162-26-056052

Tenglar